Lauflétt
sterkara en stál
Hráefni, vélbúnaður og tæknileg ráðgjöf fyrir alla þá sem vinna með trefjaplast
Trefjaplast
Lauflétt
Trefjaplast er 40-70% léttara en stál – 15-25% léttara en ál.
Þetta þýðir meiri hraði og minni eldsneytisnotkun.
Það er ástæðan fyrir því að hagkvæmustu fiskiskipin, hraðskreiðir Formúlu 1
bílar og nýjustu flugvélarnar eru smíðaðar úr trefjaplasti.
Lágmarks viðhald
Trefjaplastið krefst mun minna viðhalds en bæði stál og ál.
Viðhaldskostnaður trefjaplastskipa er 80% lægri en stálskipa.
Þetta þýðir að meðan stálskipin eru í slipp … eru trefjaplastskipin á veiðum.
Umhverfisvænt
Eldsneytiskostnaður skipa úr trefjaplasti er mun lægri en stálskipa.
Sama gildir um önnur farartæki; bíla og flugvélar.
Kolefnisspor bíla, báta og bygginga úr trefjaplasti er mun minna en þeirra sem byggð eru úr stáli eða steinsteypu.