Infuse ehf.


INFUSE sérhæfir sig í hráefnum, vélbúnaði og tæknilegri aðstoð við alla þá sem vinna með trefjaplast.
Við útvegum viðskiptavinum okkar allt það hráefni sem þeir þurfa á að halda og erum þeim innan handar frá upphafi til enda; allt frá því að hugmynd kviknar og þar til hún er orðin áþreifanleg afurð.
Við leggjum metnað okkar í að vera með “puttann á púlsinum”; fylgjast grannt með öllum tækninýjungum í trefjaplastiðnaðinum og miðla þeim upplýsingum jafnóðum til viðskiptavina okkar.
INFUSE býr yfir víðtækri sérfræðiþekkingu og áratuga reynslu sem nýtist þér við að hámarka gæði og/eða afköst þinnar framleiðslu. Við veitum ítarlega tæknilega ráðgjöf sem auðveldar þér að velja hráefni sem virka vel saman – og aðstoðum þig við að þróa þá framleiðsluaðferð sem er hagkvæmust fyrir þig og þína framleiðslu.

Sagan


INFUSE var stofnað árið 2005 af Andra Þór Gunnarssyni, sem þá hafði starfað við innflutning og ráðgjöf í geiranum í áratug.

Lengst af hefur trefjaplast að stærstum hluta verið notað við framleiðslu hraðgengra fiskibáta hérlendis. 
Á undanförnum árum hefur þeim þó farið ört fjölgandi sem nýta sér einstaka eiginleika efnisins í framleiðslu, listsköpun og hvers kyns verkfræðilegum úrlausnarefnum. Nægir hér að nefna að  að trefjaplast leikur stórt hlutverk í bílaiðnaðinum, við framleiðslu á vindmyllum, lestum, í brúarsmíði, flugvéla-, húsa- og húsgagnasmíði, við framleiðslu á gervilimum, rörum, gluggum og hurðum, tönkum sem ætlað er að geyma hvers kyns ætandi efni, við framleiðslu á baðkerjum, heitum pottum, hestakerrum, snjósleðum, hjólabrettum – og að sjálfsögðu skipasmíði, svo fátt eitt sé nefnt.

Möguleikarnir eru bókstaflega óþrjótandi.

Við hlökkum til að aðstoða þig við að hrinda þinni hugmynd í framkvæmd.